Fólkvangur

Ég veit ekki hve þarft framtak þetta var, en það truflar mig lítið. Ég gekk þarna um svæðið fyrir all mörgum árum, upp að Hraunsvatni og jafnvel örlítið lengra. Fallegt og kyrrlátt. Mér leið eins og ég hefði einangrast frá skarkala veraldar. Það var notaleg tilfinning.

En ógn er ég orðinn þreyttur á orðinu fólkvangur eftir að lesa þessa grein. Kíkjum á síðustu málsgrein:

Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf í fólkvanginum. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir og aðrar náttúruminjar í fólkvanginum. Óheimilt er að rækta framandi plöntutegundir í fólkvanginum. Öll meðferð skotvopna er bönnuð í fólkvanginum, en umsjónarnefnd fólkvangsins getur veitt heimild til að veiða refi og minka í fólkvanginum ef sérstök ástæða þykir, en ætíð í samræmi við lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og verndaráætlun.

mbl.is Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband