Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Gallar í Moggabloggi

Mér leiðast hugbúnaðargallar. Verstir þykja mér þessir litlu, nær því ósýnilegu, sem skjóta upp kollinum á óheppilegustu tímum. Hinir gallarnir, meira áberandi, eru ekki eins slæmir. Þeir eru þó auðfundnir.

Gallar sem ég hef rekist á í bloggkerfi Moggans á síðustu mínútum eru áberandi og leiðinlegir. Tökum sem dæmi tenglalista. Ég skráði fáeina tengla í aðra fréttavefi. Yfirlitið lítur svona út fyrir viðkomandi tenglaflokk:

Tenglar

Eins og sjá má eru vefslóðir, titlar og athugasemdir meira eða minna á skjön. Þó birtast tenglarnir rétt á vefnum sjálfum.

Annan galla rakst ég á þegar ég var að hlaða upp nýrri mynd af sjálfum mér. Þegar því var lokið, gat ég ómögulega komið henni í nýjan flokk sem ég bjó til. Raunar vistast engar breytingar sem ég geri á myndinni, hvorki "virkni", flokkun, eða titill. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband