19.5.2007 | 15:53
Æi, ekki aftur!
Fyrir ári síðan átti einmitt ámóta atburður sér stað, nema þá bar uppstigningardag upp á þann 25. maí, en ekki 17. Ætli það sé eitthvað við þennan dag, svona svipað og fullt tungl og varúlfar?
Alvarleg líkamsárás á uppstigningardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 23:02
Fólkvangur
Ég veit ekki hve þarft framtak þetta var, en það truflar mig lítið. Ég gekk þarna um svæðið fyrir all mörgum árum, upp að Hraunsvatni og jafnvel örlítið lengra. Fallegt og kyrrlátt. Mér leið eins og ég hefði einangrast frá skarkala veraldar. Það var notaleg tilfinning.
En ógn er ég orðinn þreyttur á orðinu fólkvangur eftir að lesa þessa grein. Kíkjum á síðustu málsgrein:
Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf í fólkvanginum. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir og aðrar náttúruminjar í fólkvanginum. Óheimilt er að rækta framandi plöntutegundir í fólkvanginum. Öll meðferð skotvopna er bönnuð í fólkvanginum, en umsjónarnefnd fólkvangsins getur veitt heimild til að veiða refi og minka í fólkvanginum ef sérstök ástæða þykir, en ætíð í samræmi við lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og verndaráætlun.
Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 11:12
Gallar í Moggabloggi
Mér leiðast hugbúnaðargallar. Verstir þykja mér þessir litlu, nær því ósýnilegu, sem skjóta upp kollinum á óheppilegustu tímum. Hinir gallarnir, meira áberandi, eru ekki eins slæmir. Þeir eru þó auðfundnir.
Gallar sem ég hef rekist á í bloggkerfi Moggans á síðustu mínútum eru áberandi og leiðinlegir. Tökum sem dæmi tenglalista. Ég skráði fáeina tengla í aðra fréttavefi. Yfirlitið lítur svona út fyrir viðkomandi tenglaflokk:
Eins og sjá má eru vefslóðir, titlar og athugasemdir meira eða minna á skjön. Þó birtast tenglarnir rétt á vefnum sjálfum.
Annan galla rakst ég á þegar ég var að hlaða upp nýrri mynd af sjálfum mér. Þegar því var lokið, gat ég ómögulega komið henni í nýjan flokk sem ég bjó til. Raunar vistast engar breytingar sem ég geri á myndinni, hvorki "virkni", flokkun, eða titill.
8.5.2007 | 18:40
Mér þykir það leitt...
Átta rúmenskir harmonikkuleikarar sendir suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 13:01
Símaskrá með sinnepi, takk!
Símaskráin 2007 komin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2006 | 21:30
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Breytt 10.1.2007 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)