Vegna Hinsegin daga?

Ætli það hafi ekki frekar verið vegna rányrkjunnar sem 365 Miðlar stunda? Grunnáskrift Stöðvar 2 eru kr. 5.590 skv. áskriftarvef þeirra. Fyrir hvað? Síendurteknar sápuóperur og kvikmyndir sem má fá á næstu myndbandaleigu fyrir 200 kr.

Ég er fjarri því að vera nokkur sjónvarpsunnandi, og skil því ómögulega "hægindi" þess að geta kveikt á imbanum og oltið inn í einhverja "spennandi" þáttaröð. Ef eitthvað slíkt myndefni vekur áhuga minn, þá kaupi ég það fremur á DVD safndiskum; e. t. v. 4.000 til 5.000 kr. fyrir heila þáttaröð. Sú þáttaröð tekur e. t. v. fjóra eða fimm mánuði í sýningum Stöðvar 2, sem jafngildir þá fjórfalt þeirri upphæð og rúmlega það.

Vil þó ekki gera lítið úr þeim er njóta þessarar áskriftar. Vissulega má finna þarna fleira en þáttaraðir og almenna dægrastyttingu (tel almennar fréttir ekki með, því þær má allar nálgast á veraldarvefnum núorðið. En fyrr skal ég dauður liggja...


mbl.is Hótunarbréf vegna gleðigöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Þú hlýtur að vera að grínast með að tala um rányrkju. Væri ég að ræna 365 ef ég byði þeim að selja mér áskrift á 50 krónur?

Oddgeir Einarsson, 30.7.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Ég veit ekki hvort það er orðið "rányrkja" sem þér mislíkar þarna, eða samlíkingin sem ég setti fram með því. Annars áliti ég sem svo, að þú værir ekki að ræna þá, heldur að fara fram á sanngjarnari viðskipti. :)

Ég dreg "rányrkjuna" til baka, og nefni þá okrara í staðinn. Það ætti ekki að valda neinum misskilningi.

Þakka ykkur fyrir innleggin!

Sigurður Axel Hannesson, 31.7.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband