Færsluflokkur: Dægurmál
5.10.2007 | 14:19
Laukahækkanir!
"Laukahækkanir tryggi kaupmáttaraukningu"
Þetta er með þeim betri innsláttarvillum sem ég hef lesið á mbl.is um langt skeið. Verði þeim laukarnir að góðu.
Launahækkanir tryggi kaupmáttaraukningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 14:14
Einfeldningar
Vissulega er aðgerða þörf í þessum efnum sem öðrum, en ég hef þó mínar efasemdir. Held að þetta verði til þess að álag flyst að miklu leyti á milli starfsdeilda- og manna. Eitthvert hlutfall yfir á tölvukerfin, sem aftur bitnar á notendunum, sem síðar leita með vandamálin til kerfisstjóranna.
Ég sé ekki fram á einfaldari framtíð, aðeins meiri yfirvinnu.
Es. Þetta er skrifað í hálfkæringi, og eflaust aðeins svartsýnishjal af minni hálfu. ;)
Ráðuneytin stefna að því að minnka skriffinnsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 14:17
Kunnuglegar niðurstöður
Umferðartafirnar hefjast stundvíslega klukkan 7:40 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 10:56
Þreyta og akstur
Eiga enga samleið. Raunar álít ég að aka svefndrukkinn sé ekki síður hættulegt en að aka undir áhrifum áfengis. Nema þeim mun meira magn áfengis hafi verið innbyrt, að sjálfsögðu. Þessu komst ég að í nótt á leið minni frá Akureyri til Reykjavíkur. Uppátæki sem ég mun ekki reyna að endurtaka, þ. e. a. s. langkeyrsla ósofinn.
Mildi að verr skyldi ekki fara fyrir þessum þreyttu ferðalöngum.
Lá við stórslysi er bílstjóri sofnaði undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 08:13
Fleiri tölur, takk!
Bætur vegna ofbeldis 100 milljónir fram úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 17:35
Sjálfkryddað kjöt
Hvönn hefur áhrif á bragð af lambakjöti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 14:06
Undarleg fyrirsögn
... Nema kvefið sé farið að hafa alvarlegri áhrif á heilastarfsemina en ég gerði mér grein fyrir. Í fyrstu áleit ég að jarðskjálfti sem átti upptök sín í Singapúr, hafi fundist alla leið til Íslands. Þegar ég las greinina kom hið sanna að sjálfsögðu í ljós; jarðskjálfti sem reið yfir Indónesíu fannst í Singapúr, en svo vildi til að þar voru íslendingar á ferð.
Ég gef fréttariturum Morgunblaðsins fullt hús stiga fyrir þessa fyrirsögn. Annarsvegar fyrir hve ruglingsleg hún er, hinsvegar vegna þess hve mikilvægt það er að íslendingar hafi orðið varir við skjálftann.
Líklega er kvefið farið að hafa alvarleg áhrif á hugsanir mínar.
Íslendingar urðu varir við skjálftann í Singapúr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2007 | 23:29
Dæmdur, en gengur þó laus
Ég þekki nokkuð til starfsfólksins þarna. Einnig orðið fyrir barðinu á forsprakkanum sem snéri aftur til verslunarinnar með vægast sagt hrollvekjandi hótanir í kvöld. Sá á langan afbrotaferil að baki, einkum þó varðandi fíkniefni, vopnaburð og líkamsárásir. Sá hinn sami var dæmdur í tveggja ára fangelsi í mars á þessu ári - og hefur gengið laus síðan þá.
Ég veit ekki hverjir voru með honum í för, en þykir ekki ósennilegt að um sé að ræða "fastagengið". Þeir eru allir úr nágrenni Akureyrar; Árskógssandi og Ólafsfirði, nánar til tekið. Einn þeirra var dæmdur í fjögurra ára fangelsi samtímis hinum. Ég hef þó ekki frétt af honum síðan ég sá hann í dómssalnum.
Hef litlu við málið að bæta, nema hvað ég óska engum svo ills að ganga í gegnum sömu hremmingar, eða jafnvel verri. Réttast þætti mér að nafn- og myndgreina mennina í fjölmiðlum, svo aðrir geti betur þekkt þá og varast.
Að lokum vil ég votta starfsfólkinu samúð mína.
Þrír handteknir í verslun á Akureyri; einn með barefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 12:37
Stjörnuspáin - tilviljun
Stjörnuspá mbl.is fyrir nautið í dag hljóðar svo:
"Það er engin tilviljun að finna frábær bílastæði. Heldur ekki að á þú-veist-hvern. Það plan í gangi og þú ert með taktinn á hreinu."
Mér finnst það einmitt vera tilviljun að rekast á skiljanlega stjörnuspá á mbl.is.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 13:00
Sunnudagur til sunds
Hver veit nema þetta hafi aðeins verið hans aðferð til að láta renna af sér. Nú, svo eru sjóböð óskaplega vinsæl; holl og góð, segja sumir. Greyið bara rifinn upp úr baðinu í miðjum klíðum.
Svona leit stjörnuspáin mín út á forsíðu mbl.is rétt í þessu:
Naut: Þrátt fyrir að vinir og vandamenn séu ekki á sömu leið og þú, þá líður þér mjög vel. Eiginlega finnst þér þetta hálfgerð paradís. // 0 && sgn < 13) { for (i=0; i
Svo virðist sem þeir hafi uppgötvað eitt af áhugamálunum mínum, nefnilega forritun.
Ölvaður maður í höfnina í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)