Ótrúlegt!

Mér þykir það með ólíkindum að enginn skyldi slasast alvarlega í dag. Var á leiðinni til Akureyrar á þessum tíma, og við skötuhjúin biðum rúman klukkutíma áður en bílalestin byrjaði að mjakast áfram. Sáum svartan Benz, klesstan bílstjóramegin að framanverðu, og einhverja hvíta niðursuðudós, alla sundurtætta. Var þess fullviss að þarna hlyti að vera um banaslys að ræða. Ég veit ekki hvað hefur bjargað bílstjóra hvítu bifreiðarinnar.

Það er því léttir að ekki fór verr, því aðkoman var hreint út sagt hrikaleg.


mbl.is Enginn alvarlega slasaður eftir bílslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég einmitt keyrði þarna framhjá líka og hugsanlega hefur það bjargað að vera á hvítum Lexus jeppa,því þetta var engin hvít "niðursuðudós"...Guðs mildi að betur fór en á horfðist

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Var þetta Lexus jeppi?

Þýska stálið lætur vissulega ekki að sér hæða; ég gat ómögulega áttað mig á hvers kyns áldós hvíta bifreiðin var.

En mikil ósköp, mesta mildi að þetta fór ekki verr. Hefði ekki getað ímyndað mér marga eftirlifendur áreksturs tveggja bifreiða á 80+ km/klst.

Sigurður Axel Hannesson, 9.8.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Erna

Velkominn norður Siggi minn. Já það var gott að betur fór en á horfðist í þessu slysi, en fólkið getur átt lengi í afleiðingum þess. Góða helgi

Erna, 9.8.2008 kl. 10:49

4 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Takk fyrir og sömuleiðis!

Sigurður Axel Hannesson, 9.8.2008 kl. 13:18

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

vandamál á vegum okkar er tímaleysi og hraði

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband