Mikill munur nú þegar

Betri helmingurinn og ég brugðum okkur í Hagkaup í Skeifunni á annan í jólum, til að afla ýmissa nauðsynja. Datt í hug að kanna verðið á kökukeflum í leiðinni, og sáum eitt ofsa fínt á 1.990 kr. Tókum það með að kassanum til að fá verðið staðfest, en þar blasti allt önnur upphæð við; litlar 5.990 kr. Því var að sjálfsögðu snarlega skilað, og út var gengið með mjólk, ger og fleira lítilræði.

Af þessu lærðum við tvennt:

1. Aldrei að treysta verðmerkingum á hillum.

2. Tveggja lítra kókflaska fyllt af vatni er ágætt kökukefli.


mbl.is Munur á hilluverði og kassaverði í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn betra hefði verið að þekkja neytendalögin og vita að þið hefuð átt að fá keflið á hilluverðinu!  Kostar smá snúning en margborgar sig ef menn muna eftir því.

karl (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Er það virkilega svo? Ég hefði ekki treyst mér til að þræta við öryggisvörð í afgreiðslumannsstarfi um neytendalög, án þess að hafa við nokkuð að styðjast. Hvar get ég fundið upplýsingar um þetta? :)

Sigurður Axel Hannesson, 28.12.2009 kl. 13:43

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eg ég er mjög geðvondur þegar ég verð fyrir þessu þá bendi ég afgreiðslufólki stundum á skiltið sem er í öllum búðum og segir Allur þjófnaður kærður. Spyr síðan hvort ég eigi að kalla á lögregluna eða hvort þau hringi. ef þú labbar með nissastykki út úr  búð í ógáti þá ertu kærður en þeir komast upp með þjófnað því þetta er ekkert annað það er spilað á það að þú nennir ekki að leita réttar þíns.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.1.2010 kl. 20:28

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Átti að vera ef ég er mjög geðvondur :) er yfirleitt ljúflingur hinn mesti

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.1.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband