6.10.2009 | 00:40
Með fullri virðingu
Læra sunnlendingar aldrei að aka eftir aðstæðum? Hvað er svo flókið við að halda svolitlu bili á milli sín og næstu bifreiðar? Þú kemst ekki hraðar en bifreiðin sem á undan þér er, svo mikið er víst.
Ég hlusta ekki á afsakanir um "sumardekk". Keyrðu eftir aðstæðum hverju sinni - hvort sem þú ert á gatslitnum sumardekkjum, eða grófnelgdum vetrardekkjum. Sumardekk virka allt árið um kring - ef þú ekur eftir aðstæðum! Naglar eru úreltir, skeljar eru betri, loftbólur bestar af því sem í boði er.
Afsakið ykkur ekki með slæmum dekkjabúnaði - viðurkennið eigin ógát og lærið af.
Mörg umferðaróhöpp í hálku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.