22.3.2008 | 15:37
Bjúghverfill?
Rétt að athuga hvort að aðgangurinn minn sé enn virkur sökum notkunarleysis.
Doi kastaði búmeranginu - eða bjúghverflinum, eins og það hefur verið nefnt á íslensku - og varð mjög hissa á að sjá að það flaug nákvæmlega eins og það gerir á jörðinni, sagði Doi er hann ræddi við konuna sína utan úr geimnum.
Orðið bjúghverfill hef ég aldrei heyrt áður, en bjúgverpill er meira að mínu skapi.
Gleðilega hátíð!
Búmerang virkar úti í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
orðabókin frá 2003 - "bjúgverpill" - ástralskt kastvopn sem hægt er að kasta þannig að það komi aftur til kastarans, búmerang!-
ekkert minnst á bjúgHVERFIL
Sveinn Arnarsson, 22.3.2008 kl. 15:47
Hverful er fréttamennskan, ekki síður en lífið sjálft.
Sigurður Axel Hannesson, 22.3.2008 kl. 16:57
hæ hæ Siggi minn ,endilega vertu áfram á blogginu. Kv. Erna. Ps.Pabbi þinn er sammála Sveini.
Erna, 28.3.2008 kl. 23:44
Tja, þetta Moggablogg er ekki mér að skapi, fremur en bjúghverfillinn þeirra. En dagbókin er uppfærð óreglulega á www.disi.is. ;)
Sigurður Axel Hannesson, 31.3.2008 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.