Undarleg fyrirsögn

... Nema kvefið sé farið að hafa alvarlegri áhrif á heilastarfsemina en ég gerði mér grein fyrir. Í fyrstu áleit ég að jarðskjálfti sem átti upptök sín í Singapúr, hafi fundist alla leið til Íslands. Þegar ég las greinina kom hið sanna að sjálfsögðu í ljós; jarðskjálfti sem reið yfir Indónesíu fannst í Singapúr, en svo vildi til að þar voru íslendingar á ferð.

Ég gef fréttariturum Morgunblaðsins fullt hús stiga fyrir þessa fyrirsögn. Annarsvegar fyrir hve ruglingsleg hún er, hinsvegar vegna þess hve mikilvægt það er að íslendingar hafi orðið varir við skjálftann.

Líklega er kvefið farið að hafa alvarleg áhrif á hugsanir mínar. 


mbl.is Íslendingar urðu varir við skjálftann í Singapúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Skildi þetta líka eins og þú. Mjög ruglingslegt.

Josiha, 12.9.2007 kl. 14:25

2 identicon

Alveg sammála, ég skildi hann alveg eins og þú. Betri fyrirsögn hefði t.d. verið: „Íslendingar í Singapúr urðu varir við sjálftann í Indónesíu“.

Gaui (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 15:39

3 identicon

Ja, eg er lika sammala. Skildi thetta alveg eins og thu.

Birna (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:14

4 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Eruð þið nokkuð kvefuð líka? Annars er mér sennilega að batna.

Þakka innlitið og athugasemdirnar. Var nærri því búinn að gleyma þessari síðu sjálfur. 

Sigurður Axel Hannesson, 12.9.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband