15.8.2007 | 23:29
Dæmdur, en gengur þó laus
Ég þekki nokkuð til starfsfólksins þarna. Einnig orðið fyrir barðinu á forsprakkanum sem snéri aftur til verslunarinnar með vægast sagt hrollvekjandi hótanir í kvöld. Sá á langan afbrotaferil að baki, einkum þó varðandi fíkniefni, vopnaburð og líkamsárásir. Sá hinn sami var dæmdur í tveggja ára fangelsi í mars á þessu ári - og hefur gengið laus síðan þá.
Ég veit ekki hverjir voru með honum í för, en þykir ekki ósennilegt að um sé að ræða "fastagengið". Þeir eru allir úr nágrenni Akureyrar; Árskógssandi og Ólafsfirði, nánar til tekið. Einn þeirra var dæmdur í fjögurra ára fangelsi samtímis hinum. Ég hef þó ekki frétt af honum síðan ég sá hann í dómssalnum.
Hef litlu við málið að bæta, nema hvað ég óska engum svo ills að ganga í gegnum sömu hremmingar, eða jafnvel verri. Réttast þætti mér að nafn- og myndgreina mennina í fjölmiðlum, svo aðrir geti betur þekkt þá og varast.
Að lokum vil ég votta starfsfólkinu samúð mína.
Þrír handteknir í verslun á Akureyri; einn með barefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.