29.7.2007 | 13:00
Sunnudagur til sunds
Hver veit nema þetta hafi aðeins verið hans aðferð til að láta renna af sér. Nú, svo eru sjóböð óskaplega vinsæl; holl og góð, segja sumir. Greyið bara rifinn upp úr baðinu í miðjum klíðum.
Svona leit stjörnuspáin mín út á forsíðu mbl.is rétt í þessu:
Naut: Þrátt fyrir að vinir og vandamenn séu ekki á sömu leið og þú, þá líður þér mjög vel. Eiginlega finnst þér þetta hálfgerð paradís. // 0 && sgn < 13) { for (i=0; i
Svo virðist sem þeir hafi uppgötvað eitt af áhugamálunum mínum, nefnilega forritun.
Ölvaður maður í höfnina í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn!!!
Kjartan (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 15:22
Það fer ekki á milli mála, ef marka má fréttina! Óþarfi að senda björgunarsveit og báta á eftir slíkum hreystimönnum.
Sigurður Axel Hannesson, 29.7.2007 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.