Laun opinberra starfsmanna

Mín laun eru um 350 þús. á mánuði,, eða þar um bil. Svo er ég á bakvakt eina viku, til taks 24 tíma sólarhringsins. Á þeirri viku hef ég 30 mínútna viðbragðstíma. Þar fyrir utan fæ ég greidda fasta 25 yfirvinnutíma, og hvorki meira né minna.

Almennt vinn ég allt að 50 yfirvinnutíma á mánuði, en fæ einungis 25 greidda. Oftar en ekki vinn ég 100 yfirvinnutíma á hálfum mánuði, og fæ samt sem áður 25 yfirvinnutíma greidda á mánuði. Ég vinn hjá opinberri stofnun.

Þið, sem kvartið vegna þess að allt sé svo gott og fínt og flott hjá opinberum starfsmönnum - hættið því. Okkar val stendur á milli þess að vinna alla þá yfirvinnu (sem hefur margfaldast í kjölfar hrunsins) sem við neyðumst til án þess að fá greitt fyrir, eða segja upp eða vera sagt upp.

Atvinnuleysisbætur eru betri. Þá þyrfti ég ekki að eyða 3/4 lífs míns í vinnu, þar af 2/4 sem ég fæ alls ekki greitt, en er engu að síður skikkaður til að vinna.

Ég er til í að skipta um starf hvenær sem er. Hér er ekkert starfsöryggi, lítil sem engin hlunnindi, ótakmörkuð og ógreidd yfirvinna, og þar fram eftir götunum.


mbl.is Segir laun flugvirkja ýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott innlegg í umræðuna Sigurður

Finnur Bárðarson, 27.3.2010 kl. 17:40

2 identicon

Svo má líka orða þetta svona: Ég fæ 1.200þ kr. á ári frá Ríkinu - með sköttum - og borga 600þ kr. á ári í skatta... Svo er verið að æsa sig út í öryrkja! Kannski væri bara betra að vera atvinnulaus?

Skorrdal (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 21:04

3 identicon

Ég held að það hljóti að vera einhver misskilningur í gangi á þínum vinnustað. Þó það hafi horðið efnahagshrun þá gilda eftir sem áður lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og samkvæmt þeim má ekki segja upp opinberum starfsmanni nema vegna endurskipulagningar eða eftir ítrekuð brot í starfi, eftir áminningu. Ég er nokkuð viss um að það má ekki segja þér upp fyrir að neita að vinna ógreidda yfirvinnu. Ég mæli með því að þú ræðir við trúnaðarmann stofnunarinnar.

Valdís (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 21:56

4 Smámynd: Heimalingur

Hér er slóð inn á heimasíðu Flugvirkjafélagsins sem formaður félagsins setti inn tilkynningu til að leiðrétta þann misskilning á launakröfum sem félagið hefur staðið í.

http://www.flug.is/felagid/frettir/safn/nr/971

Heimalingur, 28.3.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband