9.4.2010 | 14:37
Ósamræmi
Í frétt Morgunblaðsins er skrifað að Elín hafði ríflega 19,3 milljónir króna í laun á því ári [og gengdi starfi í tvo mánuði]. Í frétt Vísis er þó skrifað að hún hafi fengið rúmar 19 milljónir króna í laun hjá Landsbankanum í fyrra, en hún starfaði einungis hjá bankanum fyrstu þrjá mánuði ársins. Skv. Morgunblaðinu starfaði Ásmundur í 10 mánuði og hlaut rúmlega 17,5 milljónir í laun, en samkvæmt Vísi 17,5 milljón króna í laun fyrir í fyrra.
Starfaði Elín í tvo eða þrjá mánuði, og Ásmundur í níu eða 10?
Það er þó nokkuð ljóst að um 6 milljón króna tekjur Elínar á mánuði, eru umtalsvert hærri en um 2 milljón króna mánaðartekjur Ásmundar. Merkilegt að ekkert heyrist í femínistum um þetta mál.
Elín launahærri en Ásmundur í Landsbankanum 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2010 | 17:08
Laun opinberra starfsmanna
Mín laun eru um 350 þús. á mánuði,, eða þar um bil. Svo er ég á bakvakt eina viku, til taks 24 tíma sólarhringsins. Á þeirri viku hef ég 30 mínútna viðbragðstíma. Þar fyrir utan fæ ég greidda fasta 25 yfirvinnutíma, og hvorki meira né minna.
Almennt vinn ég allt að 50 yfirvinnutíma á mánuði, en fæ einungis 25 greidda. Oftar en ekki vinn ég 100 yfirvinnutíma á hálfum mánuði, og fæ samt sem áður 25 yfirvinnutíma greidda á mánuði. Ég vinn hjá opinberri stofnun.
Þið, sem kvartið vegna þess að allt sé svo gott og fínt og flott hjá opinberum starfsmönnum - hættið því. Okkar val stendur á milli þess að vinna alla þá yfirvinnu (sem hefur margfaldast í kjölfar hrunsins) sem við neyðumst til án þess að fá greitt fyrir, eða segja upp eða vera sagt upp.
Atvinnuleysisbætur eru betri. Þá þyrfti ég ekki að eyða 3/4 lífs míns í vinnu, þar af 2/4 sem ég fæ alls ekki greitt, en er engu að síður skikkaður til að vinna.
Ég er til í að skipta um starf hvenær sem er. Hér er ekkert starfsöryggi, lítil sem engin hlunnindi, ótakmörkuð og ógreidd yfirvinna, og þar fram eftir götunum.
Segir laun flugvirkja ýkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2009 | 09:18
Mikill munur nú þegar
Betri helmingurinn og ég brugðum okkur í Hagkaup í Skeifunni á annan í jólum, til að afla ýmissa nauðsynja. Datt í hug að kanna verðið á kökukeflum í leiðinni, og sáum eitt ofsa fínt á 1.990 kr. Tókum það með að kassanum til að fá verðið staðfest, en þar blasti allt önnur upphæð við; litlar 5.990 kr. Því var að sjálfsögðu snarlega skilað, og út var gengið með mjólk, ger og fleira lítilræði.
Af þessu lærðum við tvennt:
1. Aldrei að treysta verðmerkingum á hillum.
2. Tveggja lítra kókflaska fyllt af vatni er ágætt kökukefli.
Munur á hilluverði og kassaverði í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.12.2009 | 21:53
Vitlaust veður?
Vitlaust veður á Seyðisfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2009 | 00:48
Handbremsubeygja?
Mesta mildi að engir slösuðust. Mig fýsir þó að vita hvurnig í ósköpunum barninu datt í hug að grípa til handbremsunnar!
Nei, ég harðneita að kenna sjónvarpsáhorfi og tölvuleikjum um - annað og/eða meira býr að baki.
Greip í handbremsuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 00:40
Með fullri virðingu
Læra sunnlendingar aldrei að aka eftir aðstæðum? Hvað er svo flókið við að halda svolitlu bili á milli sín og næstu bifreiðar? Þú kemst ekki hraðar en bifreiðin sem á undan þér er, svo mikið er víst.
Ég hlusta ekki á afsakanir um "sumardekk". Keyrðu eftir aðstæðum hverju sinni - hvort sem þú ert á gatslitnum sumardekkjum, eða grófnelgdum vetrardekkjum. Sumardekk virka allt árið um kring - ef þú ekur eftir aðstæðum! Naglar eru úreltir, skeljar eru betri, loftbólur bestar af því sem í boði er.
Afsakið ykkur ekki með slæmum dekkjabúnaði - viðurkennið eigin ógát og lærið af.
Mörg umferðaróhöpp í hálku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 02:51
Stærð 54?
Stal átta jakkafötum í stærð 54 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009 | 00:27
Hvurnig má það vera?
Þetta er jú stjórnin sem ætlaði að koma til móts við heimili og fyrirtæki - og hefur gert það á mjög svo eftirminnilegan hátt! Engum til góða nema sjálfum ríkiskassanumm öðrum til baga og vandræða. Hvers vegna styður fólk slíka stjórn - mér er spurn!
Ráð þeirra, að því er mér virðist:
Hækkum skatta, lækkum tekjur. Þeir sem skulda minnst, fara bara á hausinn. Þeir sem skulda aðeins meira - æi, skítt með þá! Lýsið bara öll yfir gjaldþroti! Það hlýtur að hafa jákvæð áhrif á endanum?!
Stuðningur við stjórnina eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2009 | 23:42
Hananú?!
Hvernig í ósköpunum stendur á því að vesælustu lögin komast alltaf áfram? Rennir aðeins frekari stoðum undir þá skoðun mína að einungis sé um sýndarmennsku að ræða - ekki hæfileika!
Til hamingju Ísland; enn á ný komið þið sannkölluðum leirburði á brauðfótum á framfæri! Með fullri virðingu fyrir Jóhönnu - hún er aðeins flytjandi hroðans, og ekki við hana að sakast.
Ísland komið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 01:14
Nýgræðlingur og fréttaþurrð?
Ég klóraði mér í höfðinu við lestur þessa "frétta" skots; var ekki viss hvort að ég væri að lesa eitthvað úr Morgunblaðinu eða slúðursneplinum Séð & heyrt. Fréttablöð eiga að vera óháð og blaðamenn almennt ekki að skjóta inn eigin athugasemdum eða aðfinnslum líkt og í þessari ekki-frétt. Ámátleg tilraun til fyndni, eða hvað?
Manson og Spears? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)