Ræfilinn iðrast einskis

Ég er búinn að fá nóg af vífillengjum og fölskum "afsökunarbeiðnum" ræflanna!

Mottó Sjálfstæðismanna virðist vera: "Ég gegni ábyrgðarstöðu, en axla þó enga ábyrgð! Ef það angrar ykkur, megið þið éta það sem úti frýs!"

Vissulega getur verið erfitt að kyngja eigin mistökum, en almáttugur minn eini! Hvers vegna geta stjórnmálamenn svo sjaldan gert það, og aðeins kennt öðrum um! Þvílíkur og annars eins afturúrkrestingur þessi Geir, og hans mátar...

Hvergi myndi þvílíkt þing,
þolað nema af Íslending.
Góðra mála ásetning
allra mála ónýting!


mbl.is Bankaleyndin gengið út í öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

 Hvað mun Steingleymir Joð Sigfússon gera eftir kosningar? Jú rífa kjaft eins og hann best kann, loforðin löngu gleymd og allt öðrum um að kenna. Spyrjum að leikslokum.

Erna, 21.3.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Ég held að fólk þurfi að fara að átta sig á því að hrunið var fyrst og fremst bönkunum sjálfum að kenna.

Eins og ingimundur, sem var ráðinn á staðnum til norska seðlabankans sagði sjálfur: helhttp://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/06/orlog_bankanna_redust_med_falli_lehman_brothers/

Íslendingar hafa fullt af tækifærum til að reyna að gera betur!

Kristinn Svanur Jónsson, 21.3.2009 kl. 01:28

3 identicon

Ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar smíðaði (ekki) reglurnar um bankana þegar hún tók þá úr ríkiseigu og afhenti vildarvinum. Nú má ríkið eiga þá aftur þegar búið er að sólunda öllu og koma restinni til Tortola. Landsmenn mínus útrásarþrjótar hefðu verið látnir borga brúsann, ef við hefðum ekki fengið ríkisstjórn VG og Samfylkingar (- Ingibjörgu). Hefur einhver á móti því að þeir verði látnir borga sem stálu sparifénu?

Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Ég get ekki tekið upp hanskann fyrir neinn flokkanna (gerði ekki þó ég gæti), og menn og konur innan þeirra allra þykja mér hegða sér eins og börn í sandkassaleik. Ég kenni þeim heldur ekki frekar um fall bankanna en öðrum. Ég er hinsvegar orðinn grútleiður á að lesa þennan þvætting; héðan í frá einbeini ég mér að veðrinu og slúðri um stjörnurnar í Hollywood.

Sigurður Axel Hannesson, 21.3.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband