Freistingar höfuðborgarinnar

Eru ekki sérlega margar ef einhver álpast til að spyrja mig. Samt sem áður verð ég í Reykjavík einmitt þennan dag, 20. júlí, og það til að skrifa undir starfssamning. Hvað sem því líður, þá er ég mikill Potter "aðdáandi", og hef jafnan pantað bækurnar af vef Amazon. Það gleymdist í ár.

Hér er því komin undantekning um freistingarnar í borginni. Á ég að leggja það á mig að vera heilan sólarhring í Reykjavík, nánast að óþörfu, til þess eins að reyna að eignast nýjustu bókina um Harry Potter?

Ógn er vefurinn þeirra annars ljótur á www.harrypotter.is. Forsíðumyndin birtist ekki einu sinni, og því ekki á hvers manns færi að reyna að smella á tengilinn sem vísar á enn ámátlegri síðu. 


mbl.is Heimasíða helguð Potter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband